Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 01. september 2014 08:52
Magnús Már Einarsson
AS segir að Manchester United sé búið að kaupa Falcao
Mynd: Getty Images
Spænska íþróttablaðið AS heldur því fram að Manchester United sé búið að kaupa Radamel Falcao frá Monaco.

AS segir að félögin hafi náð samkomulagi um 52 milljóna punda kaupverð klukkan 3 í nótt.

Samkvæmt frétt AS mun Falcao skrifa undir fjögurra ára samning upp á 7 milljónir punda í árslaun.

Fjölmiðlamenn í Suður-Ameríku halda því einnig fram á Twitter að Falcao sé á leið til Manchester United og það er líklegasti áfangastaður leikmannsins samkvæmt enskum veðbönkum.
Athugasemdir
banner
banner