Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. september 2014 07:30
Karitas Þórarinsdóttir
Birna Kristjáns er leikmaður 14. umferðarinnar
Birna Kristjánsdóttir í leik með ÍR í sumar.
Birna Kristjánsdóttir í leik með ÍR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Birna Kristjánsdóttir.
Birna Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Birna.
Birna.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Birna í leik með Blikunum sem hún spilaði með í fyrra.
Birna í leik með Blikunum sem hún spilaði með í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Birna Kristjánsdóttir stóð í ströngu í marki Vals gegn Stjörnunni síðasta þriðjudag og fór á kostum í markinu og sá til þess að liðið tryggði sér stig úr leiknum en þetta er 4 stigið í allt sumar sem Stjarnan missir af.

Hvernig líst þér á aðstæður og umgjörðina hjá Val?
Rosa vel, mér líður rosalega vel í Val og hef ekkert til að kvarta yfir neinu.

Hefur eitthvað komið þér á óvart í Pepsi-deildinni í ár?
Já, mér finnst hún rosalega jöfn. Hún er jafnari en hún hefur verið áður. Það eru ekkert mörg stig á milli 6. sætis og 3. sætis. Svo kemur mér líka á óvart að Stjarnan ætli að taka þetta aftur eins og hún gerði í fyrra, bara að stinga af og ekkert lið kemst nálægt þeim. Það kæmi á óvart ef eitthvað lið stoppaði þær, þær hafa ótrúlegt þol og þrek í þetta.

Ertu búin að vera sátt við þína spilamennsku í sumar?
Já, já, ég spilaði náttúrulega í 1. deildinni í sumar og það var mjög gaman. Þar var mikið að gera og ég komst svolítið í gang þar. Svo er ég búin að spila þrjá leiki núna í Pepsí og þurfti tvo fyrstu til að koma mér í gang.

Þegar þú varst að koma þér í gang aftur varstu lánuð yfir í ÍR, hvernig var upplifunin þín í 1.deildinni?
Það er allt örðuvísi. Það er ekkert rosalega góð dómgæsla í 1. deildinni og rosa munur á henni miðað við í Pepsi-deildinni. Ég hélt að þetta væri allt örðu vísi. Hægari leikur og allt þannig en það kom mér á óvart hvað þær voru góðar og spiluðu hraðan bolta.

Þetta er í 1. skiptið sem þú slítur krossband og kemur til baka í fótboltann. Hvað er erfiðast við að vera meidd og hvernig hvernig peppaðirðu sjálfa þig í að koma til baka í boltann?
Erfiðasta við að vera meidd er að geta ekki spilað fótbolta. Það er ótrúlega erfitt að halda haus þegar maður veit að það er heilt ár í að fá að spila fótbolta aftur. Þannig að ég bjó mér til lítil og stór markmið og fagnaði svo hverju markmiði sem ég hafði náð og svo var eitt stórt markið í endanum og það var að spila í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Þegar ég náði þessum litlu markmiðum fékk alltaf auka boost. Ég verðlaunaði mig fyrir hvert markmið sem ég náði og það hjálpaði mér að halda haus allan tímann og þá fer maður líka að sjá fyrir endanum á þessu þegar maður nálgast stóra markmiðið.

Hvernig fannst þér spilamennskan ykkar vera gegn Stjörnunni síðasta þriðjudag?
Hún var ágæt. Við þurftum að verjast svolítið mikið og lögðum upp með að verja markið okkar áður en við færum að gera eitthvað annað. En það hefði verið skemmtilegt að geta sett eitt á þær. Þær voru mjög sókndjarfar en líka skipulagðar og agaðar í sinni vörn. Við gerðum eins og við lögðum upp með en náðum ekki að setja á þær.

Hvað finnst þér um að hafa verið valin leikmaður umferðarinnar?
Ótrúlega gaman og sýnir hvað þessi litlu og stóru markmið hafa gert fyrir mig síðasta mánuð og ár. Ég hugsaði alltaf að mig langaði að koma mér á sama stað og ég var þegar ég sleit þannig að þetta val hefur ótrúlega góð áhrif á mig og hjálpar mér áfram að verða eins góð og jafnvel betri en ég var þegar ég sleit.
Athugasemdir
banner
banner
banner