Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 09:04
Magnús Már Einarsson
Defoe á leið aftur í enska boltann?
Jermain Defoe.
Jermain Defoe.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, fyrrum framherji Tottenham, gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.

Defoe fór til Toronto í MLS deildinni snemma á þessu ári en framtíð hans þar er í óvissu eftir að þjálfarinn Ryan Nelsen var rekinn um helgina.

Toronto hefur staðfest að ónefnt félag í ensku úrvalsdeildinni hafi lagt fram tilboð í Defoe.

Ótrúlegt er satt þá er talið að ekki sé um að ræða QPR en Harry Redknapp stjóri liðsins er mikill Defoe maður.

Redknapp keypti Defoe bæði til Portsmouth og Tottenham á sínum tíma en hann ku ekki hafa áhuga á þessum 31 árs leikmanni að þessu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner