Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. september 2014 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Helder Postiga til Deportivo La Coruna (Staðfest)
Postiga hefur skorað 27 mörk í 70 landsleikjum með Portúgal.
Postiga hefur skorað 27 mörk í 70 landsleikjum með Portúgal.
Mynd: Getty Images
Helder Postiga, 32 ára sóknarmaður, er kominn til Deportivo La Coruna á Spáni eftir hræðilegt tímabil með Valencia og Lazio.

Postiga var keyptur til Valencia á tæpar 3 milljónir punda síðasta sumar en skoraði aðeins þrjú mörk í fimmtán leikjum áður en hann var lánaður til Lazio.

Á Ítalíu lék Postiga fimm leiki án þess að skora en komst þrátt fyrir það með Portúgal á HM í sumar, þar sem hann lék í 16 mínútur.

Nú er hann búinn að skrifa undir samning við La Coruna sem er nýkomið aftur upp í efstu deild á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner