mán 01. september 2014 08:00
Karitas Þórarinsdóttir
Katrín Ómars spáir í 15. umferð Pepsi-kvenna
Katrín Ómarsdóttir spáir í leikina í 15. umferðinni.
Katrín Ómarsdóttir spáir í leikina í 15. umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Katrín.
Katrín.
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson - KSÍ
Spámaður okkar að þessu sinni er Katrín Ómarsdóttir. Katrín á 64. A-landsleiki að baki og hefur skorað í þeim 10 mörk. Hún leikur með Liverpool á Englandi en Liverpool er sem stendur í 2. sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Chelsea Ladies sem eru í toppsætinu.

Fyrsti leikurinn í 15.umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í dag þegar Fylkir fær Val í heimsókn klukkan 18:00. Restin af leikjunum spilast síðan á miðvikudaginn kemur.

Fylkir - Valur
Valsliðið ekki búið að vera gott í sumar. Fylkisliðið á möguleika á 3.sætinu sem væri frábær árangur fyrir þær. Valur með betra lið á pappír en það er meiri stemning hjá Fylki og meira undir. Fylkir vinnur.

Breiðablik - Þór/KA
Fanndís verið dugleg að skora eftir að hún kom heim og verið góð fyrir Blikana. Tvö jöfn og góð lið en Breiðablik vinnur.

FH - ÍBV
FH fengið alltof mörg mörk á sig í sumar. ÍBV með fína sókn. ÍBV vinnur.

Selfoss - Stjarnan
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu en að Stjarnan klári restina af sínum leikjum. Eru á góðu róli. Selfoss sakna lykilleikmanna sem stunda nám í USA. Hafa ekki verið jafn góðar eftir að þær fóru.

ÍA - Afturelding
Væri gaman fyrir ÍA að fá eitthvað úr þessum leik. Jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner