Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 15:36
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjáns sagður vilja krækja í Gumma Tóta
Mynd: Twitter
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland, hefur áhuga á að fá Guðmund Þórarinsson í sínar raðir frá Sarpsborg. Tipsbladet greinir frá þessu í dag.

Hinn 22 ára gamli Guðmundur hefur staðið sig vel með Sarpsborg á þessu tímabili en samkvæmt upplýsingum TIpsbladet hefur Nordsjælland fylgst með honum í meira en eitt ár.

Guðmundur er lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands en hann verður í eldlínunni gegn Armeníu á miðvikudag.

Samningur Guðmundar við Sarpsborg rennur út eftir eitt ár en Nordsjælland gæti reynt að krækja í hann í janúar.

Þá mun Guðjón Baldvinsson koma til félagsins frá Halmstad en fyrir hjá félaginu eru hinir ungu Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson.
Athugasemdir
banner
banner