Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. september 2014 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Pandev og Dzemaili til Galatasaray (Staðfest)
Blerim Dzemaili á 37 landsleiki að baki fyrir Sviss.
Blerim Dzemaili á 37 landsleiki að baki fyrir Sviss.
Mynd: Getty Images
Blerim Dzemaili og Goran Pandev hafa verið seldir frá Napoli yfir til Galatasaray sem er stýrt af hinum ítalska Cesare Prandelli.

Dzemaili er 28 ára svissneskur miðjumaður og Pandev 31 árs sóknarmaður frá Makedóníu.

Dzemaili kemur á tæpar 2 milljónir punda á meðan Pandev kemur frítt, en báðir verða þeir á háum launum og fá um 2 milljónir á tímabil.

Tvímenningarnir eru dottnir aftarlega í goggunarröðina hjá Napoli þar sem Gökhan Inler, Jorginho og Walter Gargano sjá um stöðu varnartengiliðs hjá ítalska félaginu og Michu, Gonzalo Higuain og Lorenzo Insigne sjá um sóknarleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner