Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. september 2014 16:36
Elvar Geir Magnússon
Van Ginkel til AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Marco van Ginkel er orðinn leikmaður AC Milan á Ítalíu en hann kemur á árs lánssamningi frá Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag.

„Það er mikið gleðiefni að vera kominn til Milan. Margir hollenskir leikmenn hafa spilað í þessu frábæru félögi, stór nöfn. Ég er hæstánægður með að þetta sé frágengið," segir Van Ginkel.

„Ég talaði við Nigel De Jong (hollenskan landsliðsmann hjá AC Milan) og hann sagði mér góða hluti um félagið."

Van Ginkel gekk í raðir Chelsea frá Vitesse síðasta sumar en hann missti af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Þessi 21 árs leikmaður vonast til að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá ítalska liðinu.

„Ég er miðjumaður sem getur varist en einnig skorað mörk. Ég get spilað á mörgum stöðum og hlutverkum á miðjunni. Ég vil fá meiri spiltíma og það er mitt persónulega markmið á þessu tímabili."

Í síðustu viku gekk Fernando Torres til liðs við AC Milan á lánssamningi frá Chelsea en sá samningur er til tveggja ára.
Athugasemdir
banner
banner