Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 01. september 2014 12:58
Elvar Geir Magnússon
Wenger dæmir fótboltaleik sem Emil Hallfreðs spilar
Wenger verður með flautuna í Róm.
Wenger verður með flautuna í Róm.
Mynd: Getty Images
BBC telur að það verði lítið að frétta úr herbúðum Arsenal á þessum lokadegi félagaskiptagluggans.

Arsene Wenger er farinn til Rómar á Ítalíu þar sem hann mun dæma góðgerðarleik sem hefur verið nefndur „friðarleikurinn".

Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Hellas Verona, er meðal leikmanna sem spila leikinn sem verður stútfullur af goðsögnum.

Andrea Pirlo, Samuel Eto'o, Ronaldinho, Gianluigi Buffon, Diego Maradona, Paolo Maldini og Andriy Shevchenko koma við sögu.

Goal.com hefur það eftir innanbúðarmanni hjá Arsenal að dómgæslan hjá Wenger muni ekki hamla möguleika félagsins á að kaupa menn á Gluggadeginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner