Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. september 2015 19:57
Alexander Freyr Tamimi
1. deild: Víkingur Ó í Pepsi-deildina eftir stórsigur
Hrvoje Tokic skoraði fjögur er Víkingur Ó tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni.
Hrvoje Tokic skoraði fjögur er Víkingur Ó tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grindavík 2 – 7 Víkingur Ó
1-0 Óli Baldur Bjarnason (´7)
1-1 Hrvoje Tokic (´14)
1-2 Egill Jónsson (´22)
1-3 Alfreð Már Hjaltalín (´40)
1-4 Hrvoje Tokic (´43)
1-5 Hrvoje Tokic (´62)
1-6 Hrvoje Tokic (´72)
1-7 William Dominguez da Silva ('76)
2-7 Alex Freyr Hilmarsson ('85)
Smelltu hér til að sjá skýrsluna úr leiknum

Víkingur Ólafsvík tryggði sér verðskuldað sæti í Pepsi-deildinni með sannkölluðum stórsigri gegn Grindavík í 1. deildinni í kvöld. Eftir að hafa lent undir snemma leiks unnu Ólafsvíkingar sannfærandi fimm marka sigur og tryggðu sér toppsæti 1. deildarinnar og þátttökurétt í Pepsi-deildinni að ári.

Óli Baldur Bjarnason kom heimamönnum í Grindavík yfir strax á 7. mínútu en fyrir leikhlé var staðan orðin 4-1 Ólsurum í vil.

Hrvoje Tokic bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik og skoraði hann alls fjögur áður en William Dominguez da Silva rak síðasta naglann í kistu Grindvíkinga.

Alex Freyr Hilmarsson minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en mark hans breytti litlu. 7-2 sigur Víkings staðreynd og liðið snýr aftur í Pepsi-deildina eftir tveggja ára fjarveru.

Möguleikar Grindavíkur á sæti í Pepsi-deildinni hurfu endanlega í kvöld, en veik von hefði lifað með sigri.
Athugasemdir
banner
banner