Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. september 2015 20:16
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: Spennan magnast - Toppliðin unnu
Guðfinnur tryggði ÍR sigur.
Guðfinnur tryggði ÍR sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan magnast í toppbaráttunni í 2. deild karla í knattspyrnu, en toppliðin þrjú unnu öll sigra í kvöld.

Leiknir Fáskrúðsfirði styrkti stöðu sína á toppnum með góðum 3-1 útisigri gegn Sindra, en þeir Tadas Jocys og Björgvin Stefán Pétursson skoruðu tvö mörk með mínútu millibili í fyrri hálfleik. Ási Þórhallsson minnkaði metin fyrir Sindra, sem lék manni færri allan seinni hálfleikinn, en Paul Bogdan Nicolescu kláraði leikinn endanlega á lokasekúndunum.

ÍR hélt 2. sætinu með naumum heimasigri gegn Njarðvík. Illa gekk að brjóta ísinn en Guðfinnur Þórir Ómarsson tryggði Breiðhyltingum þó mikilvægan sigur þegar rúmar 10 mínútur voru eftir.

Huginn kemur þó í humátt á eftir ÍR og munar enn einungis stigi á liðunum eftir 3-2 útisigur Seyðisfirðinganna gegn KV í kvöld. Það var Ingólfur Árnason sem tryggði gestunum sigur á 83. mínútu.

Þá vann Afturelding 1-0 sigur gegn Ægi þökk sé marki frá Wentzeli Steinarri Kamban. Ægir gæti því dottið í fallsæti að umferð lokinni.

KV 2 - 3 Huginn
1-0 Einar Már Þórisson (´11)
1-1 Orri Sveinn Stefánsson (´25)
1-2 Fernando Calleja Revilla (´56)
2-2 Einar Bjarni Ómarsson ('69, víti)
2-3 Ingólfur Árnason ('83)
Rautt spjald: Elmar Bragi Einarsson, Huginn (´49)

Ægir 0 – 1 Afturelding
0-1 Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (´32)

ÍR 1 – 0 Njarðvík
1-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('78)

Sindri 1-3 Leiknir F
0-1 Tadas Jocys (´21)
0-2 Björgvin Stefán Pétursson (´22)
1-2 Ási Þórhallsson ('79)
1-3 Paul Bogdan Nicolescu ('95)
Rautt spjald: Jóhann Bergur Kiesel, Sindra (´45)
Athugasemdir
banner
banner
banner