Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. september 2015 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Alfreð: Þekki tilfinninguna að skora hjá þessum markmanni
Icelandair
Alfreð í viðtalinu í dag.
Alfreð í viðtalinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er alltaf spenningur þegar landsleikirnir koma og þeir koma þétt núna. Það er ný staða fyrir íslenska landsliðið að við getum með tveimur sigrum tryggt okkur á EM. Þetta er draumastaða og við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það," sagði Alfreð Finnbogason á æfingu Íslands í morgun en liðið mætir Hollandi í undankeppni EM á fimmtudag og Kasakstan á sunnudag.

Alfreð hefur verið smávægilega meiddur en býst við að verða klár í slaginn.

„Ég fékk aðeins tak í nárann síðasta miðvikudag á skotæfingu og missti af leik síðustu helgi. Ég er búinn að taka því nokkuð rólega síðan þá. Við ætlum að prófa þetta í dag og á morgun og sjá hvernig gengur. Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta."

Alfreð er nýkomin til Olympiakos í Grikklandi frá spænska liðinu Real Sociedad. Hann er mikill tungumálamaður og er farinn að læra grískuna.

„Ég er búinn að taka nokkra tíma, þetta kemur vonandi fljótt en þó aðeins lengur en spænskan. Það er öðruvisi grunnur og eitthvað sem maður þekkir ekki. Gefum þessu nokkra mánuði, en ég ætla að reyna mitt besta."

„Mér líkar mjög vel í Grikklandi, ég flyt í hús þegar ég kem til baka og þá kemur meiri ró á allt. Það er allt til fyrirmyndar hjá félaginu og ég er mjög sáttur," sagði Alfreð en mikil umræða er í fjölmiðlum undanfarnar mánuði um slæmt fjárhagsástand í Grikklandi, finnur Alfreð fyrir því?

„Nei í raun og veru ekki. Ég held að þetta sé ofgert í fjölmiðlum. Svipað og þegar það var kreppa á Íslandi voru sýndar myndir af Austurvelli sem gáfu ekki rétta mynd af því sem var að gerast allstaðar annars staðar í kring. Grikkir eru ekki að stressa sig á þessu og ég verð ekki mikið var við þetta."

Alfreð var mikill markaskorari þegar hann spilaði með Heerenveen í hollensku deildinni, en verður svipað uppi á teningunum á fimmtudaginn?

„Ég hef skorað hjá þessum markmanni áður og á þessum velli. Ég þekki tilfinninguna að gera það og er bjartsýnn á það."

„Það er nýr þjálfari hjá Hollandi og þeir munun klárlega vilja sýna að þeir séu á réttri leið. Það er gríðarleg pressa á leikmönnum í Hollandi, ég þekki umræðuna hérna nokkuð vel og held að fyrstu mínútur leiksins munu þeir koma með allar byssurnar úti og þá munu okkar möguleikar liggja, pláss fyrir aftan þá og með fullri virðingu fyrir þeim eru þeir ekki með bestu varnarmennina, þeir eru með góða sóknarmenn. Það verða klárlega möguleikar og ef við spilum eins vörn og í fyrri leiknum þar sem við leyfðum þeim bara að fá eitt til tvö færi þá eigum við mikla möguleika."


http://sjonvarp.fotbolti.net/video/alfred%20%283%29.mp4
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner