Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 01. september 2015 17:20
Arnar Geir Halldórsson
Chelsea kaupir Hector - Lánaður til baka (Staðfest)
Michael Hector
Michael Hector
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Michael Hector frá Reading.

Hector gerir fimm ára samning við Lundúnarliðið en hann verður lánaður aftur til baka til Reading og mun spila með þeim í Championship deildinni á þessari leiktíð.

Hector er 23 ára gamall miðvörður sem hefur verið í herbúðum Reading frá 17 ára aldri en verið lánaður víða í neðri deildir Englands.

Hann er fæddur og uppalinn í Englandi en kaus að leika fyrir landslið Jamaíka og á sex A-landsleiki að baki.

Hann er annar varnarmaðurinn sem Chelsea kaupir á lokadegi félagaskiptagluggans en fyrr í dag festi félagið kaup á Papy Djilobodji frá Nantes.

Þá gerði Chelsea einnig tvær tilraunir til að fá Marquinhos frá PSG en án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner