Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 01. september 2015 11:37
Magnús Már Einarsson
De Gea verður áfram hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
UEFA hefur staðfest að David De Gea verði áfram í herbúðum Manchester United.

Real Madrid reyndi að kaupa De Gea í gær en pappírarnir fyrir félagaskiptin bárust ekki til spænska knattspyrnusambandsins í tæka tíð áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi.

Real Madrid ætlar ekki að reyna að áfrýja og koma skiptunum í gegn en félagið ku hafa viðrukennt mistök sín í málinu.

UEFA staðfesti síðan rétt í þessu að De Gea sé í Meistaradeildarhóp Manchester United og að hann fari ekki fet.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur boðað til fréttmannafundar klukkan 12:30 til að ræða málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner