Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. september 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Ekki víst að Dortmund hafi tekist að selja Grosskreutz
Óvíst er hvort Grosskreutz yfirgefi Dortmund eða ekki.
Óvíst er hvort Grosskreutz yfirgefi Dortmund eða ekki.
Mynd: Getty Images
Óvíst er að Borussia Dortmund hafi tekist að selja miðjumanninn Kevin Grosskreutz til Galatasaray og verður hann áfram leikmaður þýska stórliðsins þar til FIFA útkljáir málið.

Þessi 27 ára gamli þýski landsliðsmaður sneri til baka úr löngum meiðslum á undirbúningstímabilinu en lenti upp á kant við nýja þjálfarann Tomas Tuchel. Í kjölfarið var ljóst að hann myndi yfirgefa félagið og benti allt til þess að Galatasaray yrði áfangastaðurinn.

Dortmund segir þó að FIFA sé enn ekki búið að staðfesta félagaskiptin, en félagið segist sjálft hafa skilað öllum gögnum inn á réttan tíma.

„Félagaskiptin sem Borussia Dortmund og Galatasaray sömdu um á miðjumanninum Kevin Grosskreutz til tyrkneska félagsins hafa enn ekki farið í gegn," sagði í yfirlýsingu frá Dortmund.

„Eins og alltaf, þá tók Dortmund öll þau nauðsynlegu skref sem félagaskiptakerfi FIFA ætlaðist til að færu fram til að klára skiptin - bæði hvað varðar gögn og tímasetningu."

„Knattspyrnuyfirvöldin FIFA munu úrskurða um þetta mál."


Athugasemdir
banner
banner