Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. september 2015 11:48
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Amsterdam
Gylfi: Búinn að spara mörkin fyrir landsleikina
Icelandair
Gylfi á æfingu Íslands í morgun.
Gylfi á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan í sumar eftir Tékkaleikinn og það er loksins komið að þessu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Amsterdam í dag.

Ísland mætir Hollandi ytra á fimmtudagskvöldið og á svo heimaleik við Kasakstan á sunnudagskvöldið.

„Þetta eru auðvitað tveir mikilvægir leikir sem eru framundan og ég held að allir strákarnir sé vel stemmdir í þetta."

Ísland vann fyrri leikinn við Holland 2-0 heima en hefur hann trú á að við getum unnið þá hér í Amsterdam líka?

„Jájá, við höfum unnið þá áður og getum alveg gert það aftur hérna á útivelli. Þetta verður örugglega erfiðari leikur en heima, þeir eru að spila á heimavelli og mikil pressa á þeim. Liðið hjá þeim er undir þannig pressu að þeir verða að sýna eitthvað á heimavelli á móti minni þjóð eins og okkur. Það gefur okkur líka tækifæri því varnarlega hjá þeim verða þeir opnari en á heimavelli gegn okkur," sagði Gylfi en ætlar Ísland að sækja stig eða sigur hér heima?

„Stig á útivelli væri frábær úrslit. Þá værum við áfram í 1. sæti riðils. Það sem skiptir mestu máli er að tapa ekki leiknum. Auðvitað tapa þeir þá tveimur stigum ef leikurinn fer jafntefli sem er ekki gott fyrir þá. Þeir verða að vinna restina af leikjunum sem þeir eiga eftir til að eiga einhvern séns á að fara áfram. Ef við getum skaðað það með því að gera jafntefli hérna þá tökum við það."

„Þeir eiga eftir að sækja mikið, sérstaklega á heimavelli en við þurfum ekkert að vinna leikinn. Auðvitað væri frábært ef við myndum gera það en stig hérna á útivelli og fara heim til Íslands á móti Kasakstan á toppi riðilsins væri frábært."


Fyrri leiknum lauk sem fyrr sagði með 2-0 sigri Íslands sem var síður en svo heppnis sigur, Ísland var bara betra liðið.

„Það gekk einhvern veginn allt upp, þeir náðu að skapa sér lítið og við vorum mjög þéttir varnarlega. Þau færi sem við fengum nýttum við og það gaf okkur mikið sjalfstraust til að halda því leikplani áfram sem við vorum með að berjast og beita skyndisóknum. Leikurinn hérna verður örugglega svipaður en við vitum að þeir eru með leikmenn sem geta brotið upp leikinn á nokkrum sekúndum og skorað fullt af mörkum."

Gylfi er sjálfur að spila með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og spilaði gegn Manchester United í fyrradag.

„Það er smá þreyta ennþá í mér eftir Manchester leikinn og ferðalagið yfir. En ég er í toppmálum, í toppformi og líkaminn í góðu standi," sagði Gylfi en ætlar hann að skora með landsliðinu núna?

„Já, ég er búinn að vera að spara mörkin í deildinni úti fyrir þessa landsleiki núna, vonandi koma 2-3 í þessari viku."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner