Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   þri 01. september 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Jói Berg: Fiskikónginum líður vel á bátnum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er frábært að spila gegn svona góðu liði eins og Hollandi og vera í þessari stöðu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, fyrir æfingu í Hollandi í dag.

„Hollenska liðið er mjög sterkt, frábærir leikmenn og frábært lið. Við sýndum það í fyrri leiknum að við getum strítt þeim og vonandi getum við gert það aftur á fimmtudaginn."

Jóhann Berg var frammi gegn Tékklandi en gæti verið á kantinum á fimmtudag, sérstaklega í ljósi þess að Emil Hallfreðsson er meiddur. Sjálfur segist Jóhann ekki vita hvar hann muni spila.

„Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir verða að taka ákvörðun um en við sjáum til á fimmtudaginn. Þetta kemur allt í ljós, ég myndi spila í hafsent ef á þyrfti að halda en ég tel ólíklegt að þeir hendi mér þangað," sagði Jóhann léttur.

Eins og við sýndum lesendum í gær fór Jóhann í bátsferð um sýki Amsterdam með Gylfa og Alfreð í gær.

„Gylfi er hérna í fyrsta skipti og ég og Alfreð ákváðum að sýna honum hvernig Amsterdam virkar. Við leigðum fínan bát og rúlluðum aðeins um. Fiskikónginum (Gylfa) líður vel á bátnum," sagði Jóhann í rigningunni í Amsterdam en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan og þar er meðal annars rætt um möguleika Charlton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner