Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   þri 01. september 2015 14:15
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Kolbeinn: Verður ekki auðvelt fyrir Hollendinga
Icelandair
Kolbeinn í viðtalinu í dag.
Kolbeinn í viðtalinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er mikil pressa á Hollendingunum, maður finnur það," segir Kolbeinn Sigþórsson, markahrókur íslenska landsliðsins. „Það er líka pressa á okkur. Við setjum pressu á sjálfa okkur."

Kolbeini finnst Hollendingar og fjölmiðlar í landinu voðalega lítið vera að tala um íslenska liðið.

„Það er aðallega verið að tala um fyrirliðahlutverkið hjá þeim og hvernig Danny Blind ætlar að breyta. Það er kannski bara fínt að þeir séu ekki of mikið að pæla í okkur. Ég held að það verði ekki mikið af breytingum hjá Blind, hann er svona típískur hollenskur þjálfari."

„Það verður ekki auðvelt fyrir Hollendinga að vinna okkur en við þurfum að eiga algjöran toppleik til að ná góðum úrslitum. Það er gríðarlega mikilvægt að ná allavega stigi hérna og fara svo heim og ná í þrjú stig þar."

Kolbeinn gekk í raðir Nantes í Frakklandi frá Ajax fyrir þetta tímabil Hvernig hafa hans fyrstu kynni af frönsku deildinni verið?

„Þetta er allt annað en Holland, það er meira um varnarleik og beðið eftir þessu eina marki. Það er fínt fyrir mig að koma í nýtt umhverfi og vonandi næ ég að spila heilt tímabil. Það er mikilvægast fyrir mig að ná heilu tímabili í lappirnar og bæta minn leik," segir Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner