Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. september 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky mun fylgjast með Parma í D-deildinni
Mynd: Getty Images
Sky Italia var að staðfesta það að myndavélum verður komið fyrir á hverjum einasta leik Parma í ítölsku D-deildinni.

Parma var úrskurðað gjaldþrota á síðasta tímabili og þarf því að byrja frá botni ítalska boltans, D-deildinni.

Parma á sér marga stuðningsmenn sem biðluðu til Sky að fá að sjá leiki Parma á tímabilinu og skilaði stuðningsmannahópur meðal annars undirskriftalista með yfir 9000 nöfnum sem lofuðu að gerast áskrifendur að leikjum Parma.

Sky tók þessu og mun nú sýna frá öllum leikjum úr A-deildinni, öllum úr B-deildinni og öllum leikjum Parma í D-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner