Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. september 2015 12:01
Magnús Már Einarsson
Stjarnan mætir Elfsborg í Meistaradeild unglingaliða
Stjarnan fagnar Íslandsmeistaratitlinum í 2. flokki í fyrra.
Stjarnan fagnar Íslandsmeistaratitlinum í 2. flokki í fyrra.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Stjarnan mætir Elfsborg frá Svíþjóð í 64-liða úrslitum í Meistaradeild unglingaliða en dregið var nú rétt í þessu.

Undanfarin ár hafa 32 lið tekið þátt í riðlakeppninni í Meistaradeild unglingaliða líkt og í sjálfri Meistaradeildinni en liðum hefur nú verið fjölgað upp í 64.

Öll lið sem komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá sæti í Meistaradeild unglingaliða sem og landsmeistarar í keppni unglingaliða hjá næstu þjóðum á styrkleikalista UEFA.

Stjarnan mætir Elfsborg heima og að heiman í 64-liða úrslitum en sigurvegarinnar úr þeirri viðureign kemst í 32-liða úrslitin.
Í Meistaradeild unglingaliða eru lið skipuð leikmönnum sem eru fæddir 1997 og síðar en að auki er leyfilegt að nota þrjá leikmenn sem eru fæddir árið 1996.

Stjarnan hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki tvö ár í röð og því fær liðið sæti Íslands í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner