„Ég veit ekki hvort þetta séu vonbrigði við bara spiluðum á móti góðu liði og náðum ekki að vinna þær, þetta var bara hörkuleikur," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem gerðu 1-1 jafntefli við Selfoss á útivelli í Pepsi deildinni í kvöld. Með sigri í kvöld hefðu Breiðablik getað orðið Íslandsmeistarar þrátt fyrir að tvær umferðir væru eftir.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 1 Breiðablik
„Selfoss liðið er gott lið, þær eru stemmings lið og þær ætluðu að sanna það að þær væru eitt af bestu liðunum og þær gerðu það."
„Við stefnum á það að vinna næsta leik og það er það sem við ætlum að gera það er ekkert annað sem heitir," sagði Þorsteinn að lokum.
Athugasemdir