banner
   þri 01. september 2015 07:45
Elvar Geir Magnússon
Tottenham mikið á slúðursíðunum
Powerade
Berahino enn og aftur orðaður við Spurs.
Berahino enn og aftur orðaður við Spurs.
Mynd: Getty Images
Breel Embolo hjá Basel.
Breel Embolo hjá Basel.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag. Slúðurpakki dagsins er skrifaður frá Amsterdam en að vanda var það BBC sem tók saman það helsta.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, íhugar að gera þriðja tilboð, upp á 22 milljónir punda, í Saido Berahino (22) sóknarmann West Brom. (The Mirror)

Levy gæti einnig gert tilraun til að fá Ayoze Perez (22) framherja Newcastle á White Hart Lane fyrir 15 milljónir punda. (Daily Mail)

Tottenham ætlar að gera tilboð í miðjumanninn Cheikhou Kouyate (25) hjá West Ham og er að skoða möguleika á að fá varnarmiðjumanninn Victor Wanyama (24) frá Southampton. (The Sun)

Samir Nasri (28) hjá Manchester City er skyndilega kominn á óskalista Juventus eftir að Kevin De Bruyne mætti á Etihad leikvanginn. (Daily Star)

West Ham mun tryggja sér vængmanninn Victor Moses (24) á láni í eitt tímabil frá Chelsea og hefur nað samkomulagi við Nottingham Forest um 7 milljón punda kaup á sóknarmanninum Michail Antonio (25). (Daily Express)

West Ham gæti reynt að kaupa Emmanuel Adebayor (31), sóknarmann Tottenham, áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. (TalkSport)

Aston Villa hefur einnig áhuga á Adebayor auk þess knattspyrnustjórinn Tim Sherwood er nálægt því að tryggja sér varnarmanninn Joleon Lescott (33) frá West Brom á 1,5 milljón punda. (Daily Telegraph)

West Brom er í viðræðum um kaup á spænska miðjumanninum David Lopez (25) frá Napoli á 5 milljónir punda en fær samkeppni frá Leicester. (Daily Mail)

Everton berst um að fá Svisslendinginn Breel Embolo (18) frá Basel á 14,5 milljónir punda en hann er talinn einn besti ungi leikmaður Evrópu. (The Sun)

Watford er að undirbúa kaup á franska miðjumanninum Abdoulaye Doucoure (22) fyrir 7 milljónir punda á Gluggadeginum. (Daily Star)

Varnarmaðurinn Gabriel Angella (26) mun fara í læknisskoðun á QPR á þriðjudag áður en hann klárar lánssamning frá Watford. (Watford Observer)

Sunderland mun í dag reyna að fá varnarmanninn Tiago Ilori (22) lánaðan frá Liverpool. (The Mirror)

Nacho Monreal (29), varnarmaður Arsenal, er sterklega orðaður við Athletic Bilbao eftir að hann byrjaði að fylgja aðgangi félagsins á Twitter. (Metro)

Angel Di Maria, vængmaður Paris St-Germain, segist hafa átt í erfiðleikum með að aðlagast þjálfunaraðferðum Louis van Gaal hjá Manchester United. (ESPN)

Markvörðurinn Victor Valdes (33) verður áfram hjá Manchester United þar til í janúar eftir að hugsanleg lánsdvöl hans til Besiktas rann út í sandinn. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner