Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. september 2015 17:36
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Höfum fylgst með Martial í talsverðan tíma
Van Gaal er spenntur fyrir Martial.
Van Gaal er spenntur fyrir Martial.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, vill ekki meina að félagið hafi keypt hinn unga Anthony Martial í neinni örvæntingu.

Þessi 19 ára gamli Frakki gekk til liðs við United frá Monaco fyrir skömmu, en ef ákveðnar klásúlur eru uppfylltar gæti sóknarmaðurinn kostað allt að 60 milljónir punda. Þykir einhverjum United hafa eytt of háum fjárhæðum í leikmanninn, en Van Gaal virðist ekki vera sama sinnis.

„Anthony er náttúrulega hæfileikaríkur, ungur, fjölhæfur framherji með mikæa hæfileika. Við höfum fylgst með honum um nokkurt skeið og hann hefur bætt sig gríðarlega hjá AS Monaco," sagði Van Gaal.

„Ég er í skýjunum með að hann hafi gengið til liðs við Manchester United og ég tel þetta vera rétta félagið fyrir hann til að halda áfram að bæta sig."

„Hann hefur allt sem þarf til að verða frábær fótboltamaður, en við verðum að gefa honum tíma til að aðlagast þessu nýja umhverfi og hraðanum í úrvalsdeildinni."

Athugasemdir
banner
banner