Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. september 2015 18:06
Alexander Freyr Tamimi
West Brom sendir frá sér yfirlýsingu vegna Berahino
Berahino vildi fara til Tottenham.
Berahino vildi fara til Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jeremy Peace, stjórnarformaður West Bromwich Albion, hefur sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu enska úrvalsdeildarfélagsins vegna ósættis framherjans Saido Berahino.

Berahino lýsti yfir miklum vonbrigðum yfir framkomu félagsins í sinn garð á Twitter, en hann vildi ólmur ganga til liðs við Tottenham fyrir lok félagaskiptagluggans.

Tottenham gerði nokkur tilboð í leikmanninn en að mati Peace var ekkert þeirra nógu gott. Leikmaðurinn sagði hins vegar að hann myndi aldrei aftur vilja spila fyrir formanninn.

Peace byrjaði á að ræða metnað félagsins og sagði það aldrei hafa eytt öðrum eins fjárhæðum í leikmenn og launakostnað. Hann vatt sér svo að Berahino.

„Við erum með lykilleikmann sem er í virkilega miklu uppnámi vegna aðferðar sem var sett upp til að fá hann ódýrt frá félaginu okkar," sagði Peace í yfirlýsingunni.

„Þessi aðferð þeirra hefur haldið áfram þrátt fyrir að við höfum ítrekað stöðu okkar, stöðu sem ég greindi Daniel Levy (formanni Tottenham) frá í fyrstu samræðum okkar í miðjum ágúst."

„Ég sagði að það væri alls ekki í okkar áformum að selja Saido svona seint í glugganum. Tilboð Tottenham voru ekki einu sinni nálægt því að endurspegla hið sanna virði leikmannsins og tíminn sem var til stefnu var allt of lítill til að finna nógu góðan staðgengil."

„Saido hefur verið í það miklu uppnámi að þjálfari okkar hefur ekki talið sig geta valið hann í síðustu þrjá leiki okkar. Nú bíður okkar það verkefni að lagfæra skaðann sem þessi óþægilega atburðarrás hefur valdið."


Hér að neðan má sjá tístið frá Berahino:



Athugasemdir
banner