Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. september 2015 18:45
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Heimasíða Man Utd 
Yfirlýsing frá Man Utd: Real Madrid klúðraði þessu
De Gea þarf að taka flugið aftur til Manchester.
De Gea þarf að taka flugið aftur til Manchester.
Mynd: EPA
Florentino Perez, forseti Real Madrid, kenndi Manchester United um.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, kenndi Manchester United um.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið svarar fyrir ásakanir Real Madrid varðandi misheppnuð félagaskipti markvarðarins David De Gea til Spánar.

Talið var líklegt að De Gea myndi ganga í raðir spænska stórveldisins í gær en nú er ljóst að hann verður um kyrrt í Manchesterborg fram í janúar hið minnsta. Ástæðan er sú að rétt gögn bárust ekki til spænska knattspyrnusambandsins í tæka tíð og Real Madrid kenndi United um það. Enska félagið er á öðru máli og útskýrir gang mála í yfirlýsingu sinni. Breiðletranir koma frá Fótbolta.net.

„Manchester United leitaði ekki eftir því að selja David til Real Madrid. David er lykilmaður hjá félaginu og félagið vildi helst ekki selja. Ekkert tilboð barst í David fyrr en í gær," segir í yfirlýsingunni.

„Á hádegi í gær gerði Real Madrid fyrsta kauptilboðið í David. Félögin komust að samkomulagi sem innihélt félagaskipti Keylor Navas til Old Trafford. Samningarnir voru háðir hvor öðrum.“

„Síðustu klukkustundir ferlisins, þar sem Navas var staddur á æfingasvæði Real Madrid, var Real Madrid með umsjón yfir skráningu skjala varðandi David, Navas og Real Madrid. Manchester United sá einungis um skjöl Manchester United.“

„Manchester United sendi félagaskiptagögn fyrir báða leikmenn til Real Madrid klukkan 20:42 á breskum tíma. Skjölin fyrir David voru send til baka frá Real Madrid án undirskriftarsíðunnar klukkan 22:32 á breskum tíma.“

„Klukkan 22:40, örfáum mínútum fyrir lok gluggans, þá voru gríðarlegar breytingar gerðar á skjölunum sem Manchester United fékk og það kom samkomulaginu í uppnám.Það var ekki fyrr en klukkan 22:55 að breskum tíma sem Manchester United fékk þau nauðsynlegu gögn frá Real Madrid sem þurfti til að rifta samningi David.“

„Á þessum tímapunkti hafði Real Madrid ekki enn sent gögnin varðandi Navas.“

„Klukkan 22:58 var samþykkt á félagaskiptunum sent frá Manchester United, upphalað inn á TMS (félagaskiptakerfi FIFA) og samþykkt – allt áður en glugginn lokaði.“

„Það er okkar skilningur að félagaskiptin hafi ekki gengið í gegn vegna þess að:
- Real Madrid skilaði ekki gögnum varðandi David inn til TMS á réttum tíma (Manchester United gerði það)
- Real Madrid skilaði ekki gögnum um David til spænsku deildarinnar á réttum tíma, sumar fréttir segja það hafa gerst 28 mínútum eftir að glugginn lokaði.“


„Sú staðreynd að Manchester United skilaði inn pappírum á réttum tíma er viðurkennd af knattspyrnusambandinu, sem bauðst til að styðja þá staðhæfingu í viðræðum við FIFA. Félagið hefur boðið fram aðstoð sína og eigin skjöl, sem eru stimpluð með tímasetningunni, til Real Madrid en félagið kaus að fara aðrar leiðir.“

„Manchester United hegðar sér fagmannlega og á skilvirkan máta í félagaskiptum. Félagið er í skýjunum með að uppáhalds leikmaður stuðningsmanna og tvöfaldur leikmaður ársins, David De Gea, sé áfram leikmaður Manchester United.“

Athugasemdir
banner
banner
banner