Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. september 2015 12:35
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing Real Madrid: Gerðum allt sem þarf að gera
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist hafa gert allt sem í sínu valdi stóð til að fá félagaskipti David De Gea í gegn í gærkvöldi.

Real Madrid segir að Manchester United hafi ekki sent pappírana fyrir félagaskiptin í tæka tíð áður en glugginn lokaði á Spáni klukkan 22:00 að íslenskum tíma. Spænska knattspyrnusambandið fékk ekki gögnin í tæka tíð og því varð ekkert af skiptunum.

Þá segir spænska félagið einnig að Manchester United hafi ekki verið tilbúið að hefja viðræður um De Gea fyrr en í gærmorgun þrátt fyrir að markvörðurinn hafi verið orðaður við Real í allt sumar.

Real Madrid kemur með tíu atriða lista í yfirlýsingu sinni en atriði tíu segir flest sem segja þarf. „Í stuttu máli þá gerði Real Madrid allt sem þarf að gera, á öllum tímum, til að þessi tvö skipti myndu ganga í gegn," segir í yfirlýsingu frá Real Madrid.

Hin félagaskiptin sem um ræðir eru félagaskipti Keylor Navas til United en hann átti að fara í skiptum sem hluti af kaupverðinu fyrir De Gea.
Athugasemdir
banner