mið 01. október 2014 10:48
Magnús Már Einarsson
FH bar að láta Stjörnuna fá 300 miða en lét þá fá 1000
Þrír dagar í FH - Stjarnan
Stjarnan og FH mætast í úrslitaleik á laugardag.
Stjarnan og FH mætast í úrslitaleik á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar.
Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Talsvert hefur verið rætt um miðasölu fyrir stórleik FH og Stjörnunnar á laugardag en þar mætast liðin í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Stjarnan fékk 1000 miða frá FH til sölu en sumir Garðbæingar eru ósáttir við að ekki séu fleiri miðar í boði fyrir Stjörnumenn.

Í tilkynningu á Facebook síðustu Stjörnunnar kemur hins vegar fram að FH þurfi einungis að láta Stjörnuna fá 300 miða samkvæmt reglum og því sé 1000 miðar mun meira en það.

Yfirlýsingin á Facebook síðu Stjörnunnar
Kæra Stjörnufólk
Miðvikudaginn 1. Október kl. 16:00 – 18:00 fer fram miðasala á FH – Stjarnan fyrir ársmiðahafa í Stjörnuheimilinu. Gegn framvísun hverrs ársmiða má kaupa 2 aðgöngumiða á leik FH og Stjörnunnar á laugardaginn kemur

Ljóst er að eftirspurn eftir „Stjörnumiðum“ er langt umfram framboð en við vonumst þó til að allflestir komist á leikinn þegar upp er staðið.

Staðreyndir:
Um er að ræða hefðbundin heimaleik hjá FH í Pepsí-deildinni og hafa þeir því ákvörðunarvald um allt sem kemur að framkvæmd leiks eða miðasölu.

Stjarnan fær 1000 miða frá FH til þess að selja Stjörnufólki en samkvæmt reglum er Fimleikafélagið einungis skuldbundið til þess að útvega Stjörnunni um 300 miða. FH fær að sjálfsögðu allar tekjur af miðasölunni.

Silfurskeiðin, fjölskyldur leikmanna og stjórn félagsins fá að kaupa takmarkað magn áður en miðarnir fara í sölu til ársmiðahafa.

Stjarnan hefur að sjálfsögðu óskað eftir fleiri miðum á leikinn, búast má við svari á miðvikudagskvöld þegar FH hefur séð hvað margir miðar eru eftir þegar forsölu til iðkenda og annara FH-inga er lokið.
Góðar líkur eru á að Stjarnan fái fleiri miða. Send verður út tilkynning um leið og fregnir
berast.

Á fimmtudagsmorgun mun FH selja í almennri sölu þá miða sem eftir verða og mælum við eindregið með því að allt það Stjörnufólk sem ekki verður komið með miða geri sér ferð í Kapplakrika og kaupi miða en miðasalan opnar klukkan 09:00.

Upplýsingar um framkvæmd miðasölu hjá FH má nálgast hér

Að sjálfsögðu munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að eins margir Stjörnumenn komist á völlinn til þess að styðja við bakið á strákunum eftir eitt skemmtilegasta sumar í manna minnum.

Sýnum FH að þó Stjarnan fengi ekki nema 100 miða verða strákarnir okkar samt á heimavelli eins og alltaf!
Áfram Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner