
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, sankaði að sér verðlaunum í verðlaunaafhendingu fyrir Pepsi-deild kvenna í hádeginu í dag.
Harpa var valin besti leikmaður deildarinnar en að auki var hún í liði ársins. Þá átti hún einnig fallegasta mark seinni umferðar í kjöri Sporttv.is.
Harpa var valin besti leikmaður deildarinnar en að auki var hún í liði ársins. Þá átti hún einnig fallegasta mark seinni umferðar í kjöri Sporttv.is.
,,Ég er mjög þakklát fyrir verðlaunin. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem er vel gert," sagði Harpa við Fótbolta.net eftir verðlaunaafhendinguna í dag.
Harpa skoraði 27 mörk í 18 leikjum í sumar en hún segist ekki stefna á atvinnumennsku erlendis. ,,Ég skoða bara það sem kemur upp á borðið en eins og er þá er ég bara hér heima," sagði Harpa.
Stjarnan mætir Zvezda 2005 í Meistararadeildinni í þessum mánuði en fyrri leikurinn fer fram eftir viku í Garðabæ.
,,Ég hvet alla til að koma og taka þátt í því með okkur. Þetta verða vonandi jafnir leikir. Við erum búnar að horfa á tvo leiki með þeim og þetta er hörkulið en við erum líka með hörkulið."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir