Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Higuain til Liverpool?
Powerade
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain.
Mynd: Getty Images
Vidal er aftur orðaður við Manchester United.
Vidal er aftur orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína miðvikudegi.



Manchester United ætlar að bjóða 51 milljón punda í Arturo Vidal (27) og Angelo Ogbonna (26) hjá Juventus. (Metro)

Manchester United mun hins vegar ekki ná að krækja í Mats Hummels (25) frá Borussia Dortmund. Þess í stað gæti United reynt að fá liðsfélaga hans Neven Subotic (25). (Daily Mirror)

Sami Khedira (27), miðjumaður Real Madrid, gæti farið frítt til Arsenal eða Liverpool næsta sumar. (Daily star)

Isco (22) hefur útilokað að fara frá Real Madrid til Arsenal eða Liverpool í janúar. (Daily Express)

Cheick Tiote (28) segist vilja fara frá Newcastle þar sem hann þurfi á nýrri áskorun að halda. (Sun)

Newcastle er að selja varnarmanninn Mapou Yanga-Mbiwa til Roma en hann er í láni hjá ítalska félaginu. (Newcastle Chronicle)

Liverpool er að íhuga 30 milljóna punda tilboð í Gonzalo Higuain (26). Það gæti orðið til þess að vonir Arsenal á að fá Jackson Martinez (27) frá Porto gætu minnkað þar sem Napoli gæti reynt að fá hann til að fylla skarð Higuian. (Daily Express)

Liverpool er að ganga frá kaupum á Dele Alli (18) miðjumanni MK Dons en hann kostar átta milljónir punda. (Caught Offside)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, þarf að fá mun betri úrslit í næstu leikjum ef hann á að halda starfinu. (Guardian)

David Moyes er líklegastur til að taka við Newcastle ef Pardew missir starfið. (Daily Star)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að hvíla Jack Wilshere (22) gegn Galatasaray í kvöld. (Daily Telegraph)

Fjárfestar frá Ameríku, Rússlandi og Asíu hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Swansea. (South Wales Evening Post)

Angel Di Maria (26) segist vilja enda ferilinn hjá Rosario Central í heimalandi sínu Argentínu. (Independent)

Saido Berahino (21), framherji WBA, segist stefna á að komast í enska landsliðið. (Talksport)

Robbie Keane fær hærri laun hjá New York Red Bulls en Thierry Henry. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner