Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 01. október 2014 17:21
Fótbolti.net
Kári Árna hefur verið besti leikmaður Rotherham
Kári Arnason í baráttunni.
Kári Arnason í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið besti leikmaður Rotherham í ensku Championship-deildinni samkvæmt heimasíðu félagsins. Liðið situr í sautjánda sæti.

Í gegnum Twitter leynir sér ekki að Kári er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Kári skoraði fyrra markið í 2-0 sigri gegn Blackburn Rovers í gær. Kári er ekki þekktur markaskorari en hans síðasta mark hans fyrir Rotherham kom í byrj­un mars 2013.

Hann á þó tvö mörk að baki í 35 landsleikjum fyrir Ísland.

„Það var heldur betur kominn tími til að skora. Það er ekki helsta starf mitt sem varnarmaður að skora en ég vil bæta fleirum í safnið. Ég er ekki góður í að klára færi en hafði heppnina með mér að þessu sinni," sagði Kári.

„Á heildina litið áttum við skilið að vinna og vonandi náum við að klífa frekar upp töfluna."

Hér að neðan má sjá svipmyndir af leiknum og einnig brot af umræðu um Kára á Twitter:














Athugasemdir
banner
banner
banner