Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. október 2014 16:52
Fótbolti.net
Kolbeinn leikið 969 mínútur fyrir Ajax í Evrópu án marks
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er með ótrúlegt markahlutfall fyrir íslenska landsliðið en þegar kemur að Evrópuleikjum fyrir Ajax hefur Kolbeinn farið í gegnum mikla eyðimerkurgöngu.

Hollenski fjölmiðillinn Voetbalzone greinir frá því að Kolbeinn hafi leikið 969 mínútur fyrir Ajax í Evrópukeppnum án þess að skora.

Kolbeinn fór illa með ansi góð færi í gær þegar Ajax gerði 1-1 jafntefli við APOEL frá Nikósíu og ljóst að það verður ansi erfitt fyrir Hollandsmeistarana að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni.

Íslenski markahrókurinn hefur mátt þola mikla gagnrýni í hollenskum fjölmiðlum en Aad de Mos, fyrrum þjálfari Ajax, gekk það langt að kalla Kolbein sökudólg.

Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í síðasta deildarleik sínum þá hefur Kolbeinn ekki náð að þagga niður gagnrýnisraddirnar og nær því væntanlega ekki fyrr en hans fyrsta Evrópumark fyrir félagið er komið í hús.
Athugasemdir
banner
banner