Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. október 2014 18:09
Elvar Geir Magnússon
Maradona næsti þjálfari Palestínu?
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Argentínska fótboltagoðsögnin Diego Maradona, einn besti ef ekki besti fótboltamaður allra tíma, gæti verið á leið aftur í þjálfun.

Samkvæmt fjölmiðlaumræðu frá Miðausturlöndum vill palestínska knattspyrnusambandið fá Maradona til að taka við landsliði sínu.

Palestína vill fá stórt nafn við stjórnvölinn fyrir Asíubikarinn sem verður í Ástralíu í janúar.

Maradona hefur áður talað vel um Palestínumenn og þekkir það að starfa í Miðausturlöndum þar sem hann þjálfaði Al Wasl í Dubai.
Athugasemdir
banner