Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. október 2014 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Telegraph 
Pellegrini á að skila City í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóra Manchester City, hefur verið sett það markmið að koma liðinu í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vetur.

City hefur gengið erfiðlega í keppninni undanfarin tímabil og hefur einungis eitt stig í E-riðli þegar tveimur umferðum er lokið.

Eigendur liðsins hafa dælt gríðarlegum fjármunum í liðið og hafa þeir enn fremur það markmið að sigra keppnina innan fimm ára.

City mætir CSKA Moskvu í tveimur næstu umferðum riðlakeppninar og þarf liðið nauðsynlega að sigra báða leikina, auk þess sem það þarf að vinna annaðhvort FC Bayern eða Roma til að komast upp úr riðlinum.

Samkvæmt heimildum Telegraph verður starf Pellegrini þó ekki í hættu, mistakist honum að koma liðinu í fjórðungsúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner