mið 01. október 2014 17:10
Magnús Már Einarsson
Pique skíthræddur við Roy Keane
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, segist hafa verið hræddur við Roy Keane þegar hann var hjá Manchester United á sínum tíma.

,,Ég myndi ekki segja að ég hafi verið hræddur við (Sir Alex) Ferguson. Roy Keane? Það er annað mál," sagði Pique við FourFourTwo.

,,Ég man að við vorum einu sinni í búningsklefanum á Old Trafford þegar síminn minn byrjai að titra. Keano heyrði titringinn og brjálaðist því hann vildi vita hver átti símann."

,,Áður en við (Barcelona) unnum Celtic 1-0 á síðasta tímabili sá ég hann vera að vinna sem sjónvarpssérfræðingur þegar við vorum á leið í upphitun."

,,Ég faldi andlitið á mér því að hann hræðir mig. Ég var 26 ára og ég var að skíta í mig af hræðslu."

Athugasemdir
banner
banner
banner