banner
   mið 01. október 2014 20:00
Daníel Freyr Jónsson
Stjarnan seldi 1000 miða á úrslitaleikinn á klukkutíma
Fengu 600 miða til viðbótar
Fyrirliðinn Atli Jóhannsson hjálpaði til í miðasölunni.
Fyrirliðinn Atli Jóhannsson hjálpaði til í miðasölunni.
Mynd: Stjarnan
Spennan fyrirúrslitaleik FH og Stjörnunar í Kaplapkrika á laugardagin er gríðarleg og rjúka miðar á leikinn út.

Stjarnan hóf miðasölu á sínum miðum í dag og hafði FH úthlutað nágrönnum sínum 1000 miða. Þeir miðar fóru hinsvegar út á einungis einni klukkustund, að því er greint var frá á Twitter-aðgangi Stjörnunar.

Félagið er hinsvegar komið með aðra 600 miða til sölu en ljóst er að þeir verða fljótir að fara.

Stjarnan þarf að vinna leikinn gegn FH til að vinna Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn, en þá fer fram lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner