Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. október 2014 10:20
Magnús Már Einarsson
Sturridge ekki með enska landsliðinu
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodges, stjóri Liverpool, segir að Daniel Sturridge sé ekki í nægilega góðu standi til að spila með enska landsliðinu gegn San Marinó og Eistlandi síðar í þessum mánuði.

Sturridge meiddist í verkefni með enska landsliðinu í byrun síðasta mánaðar og hefur ekkert spilað síðan þá.

Þessi 25 ára gamli framherji verður heldur ekki með Liverpool gegn Basel í kvöld en hann gæti náð einhverjum mínútum gegn WBA á laugardag.

,,Hann mun ekki spila með enska landsliðinu hvort sem hann verður klár fyrir helgina eða ekki," sagði Rodgers.

,,Ég tel að hann sé ekki í standi til að spila fyrir enska landsliðið. Við vonumst til að hann muni koma til næstu tvo sólarhringana þannig að hann geti æft á fimmtudag og verið í hópnum á laugardag."
Athugasemdir
banner
banner