Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   lau 01. október 2016 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Addó: Breiddin fór upp með okkur
Arnar Þór Valsson með viðurkenningu sína í gær.
Arnar Þór Valsson með viðurkenningu sína í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er breiður og góður hópur hjá okkur ÍR-ingum sem kláraði mjög marga leiki," sagði Arnar Þór Valsson, Addó, þjálfari ÍR við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Addó var útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. ÍR hefur verið að gera atlögu við að fara upp undanfarin ár en nú loksins hafðist það.

„Við lærðum gríðarlega mikið á síðasta sumri þar sem við töpuðum fyrir Hetti og duttum út. Ég vil meina að við höfum náð að styrkja hópinn vel og héldum lykilmönnum. Breiddin fór með okkur upp."

Jón Gísli Ström var markahæsti leikmaður deildarinnar og útnefndur besti leikmaðurinn líka í gær. Verður ekki erfitt að halda honum?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég held ekki, ég held að menn séu mjög ánægðir með það sem er í gangi þarna og þetta er mjög samheldinn hópur. Ég á von á því að allir verði áfram sem stóðu sig mjög vel í sumar og held að það verði ekkert vesen," sagði hann en Jón Gísli segir sjálfur í viðtali að hann lofi 15 mörkum næsta sumar.

„Ég hef trú á því," sagði Addó aðspurður um markmið Jóns Gísla. „Ef hann heldur rétt á spilunum og æfir eins og maður og við höldum sama kjarnanum sem býr til þessi mörk fyrir hann þá hef ég trú á því."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner