Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Fjölni á heimavelli í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Með sigri hefðu Blikar tryggt sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en í staðinn enda þeir í 6. sæti deildarinnar.
Með sigri hefðu Blikar tryggt sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en í staðinn enda þeir í 6. sæti deildarinnar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 3 Fjölnir
„Við ætluðum að sækja sigur og ég held að allir hafi séð það. Mér fannst leikurinn vera í jafnræði í fyrri hálfleik, við vorum mun meira með boltann en vorum kannski ekki að skapa okkur mikið. Svo var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég held við höfum fengið allavega þrjú dauðafæri, en þetta hefur svolítið verið sagan í sumar,“ sagði Arnar og bætti því við að hans menn hefðu mögulega átt að fá víti í stöðunni 0-0.
Hann viðurkennir að 6. sæti hafi verið óásættanleg niðurstaða fyrir Breiðablik.
„Það er alveg rétt. Það verða allir grænir fúlir næstu daga, það held ég að sé nokkuð ljóst,“ sagði Arnar. Hann vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.
„Það verður bara að koma í ljós. Ég á ár eftir af samning og það kemur bara í ljós.
Athugasemdir