Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. október 2016 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður Björgvin og félagar með endurkomu
Hörður Björgvin er lykilmaður hjá Bristol City
Hörður Björgvin er lykilmaður hjá Bristol City
Mynd: Twitter
Benitez er að gera vel með Newcastle
Benitez er að gera vel með Newcastle
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon er lykilmaður hjá Bristol City, en lið hans háði endurkomu gegn Nottingham Forest í ensku Championship-deildinni í dag. Hörður Björgvin lék allan leikinn í 2-1 heimasigri.

Hinn gríski Apostolos Vellios kom gestunum í Nott. Forest yfir eftir um hálftíma leik, en það breyttist allt í seinni hálfleiknum. Þá sneri Bristol leiknum við með tveimur mörkum. Hinn bráðefnilegi Tammy Abraham skoraði fyrir Bristol, en hann er í láni frá Chelsea og hefur verið sjóðandi heitur.

Newcastle er í góðu formi, en eftir mikla dramatík í vikunni lögðu þeir Rotherham að velli í dag. Leeds United er komið aftur á sigurbraut en það gengur lítið sem ekkert hjá Aston Villa.

Aron Einar Gunnarsson spilaði ekki með Cardiff gegn Burton Albion í dag. Leiknum lyktaði með 2-0 sigri Burton Albion.

Birmingham 1 - 0 Blackburn
1-0 Stephen Gleeson ('64 )

Brentford 0 - 0 Wigan

Bristol City 2 - 1 Nott. Forest
0-1 Apostolos Vellios ('33 )
1-1 Tammy Abraham ('65 )
2-1 Jamie Paterson ('68 )

Burton Albion 2 - 0 Cardiff City
1-0 Jackson Irvine ('12 )
2-0 Lucas Akins ('49 )

Ipswich Town 0 - 1 Huddersfield
0-1 Christopher Schindler ('58 )

Leeds 2 - 1 Barnsley
1-0 Kyle Bartley ('36 )
2-0 Pablo Hernandez ('54 )
2-1 Charlie Taylor ('70 , sjálfsmark)

Preston NE 2 - 0 Aston Villa
1-0 Ben Pearson ('5 )
2-0 Jordan Hugill ('39 )

Reading 1 - 1 Derby County
0-1 Matej Vydra ('62 )
1-1 George Evans ('90 )

Rotherham 0 - 1 Newcastle
0-1 Christian Atsu ('41 )

Sheffield Wed 1 - 2 Brighton
0-1 Sam Baldock ('26 )
0-2 Anthony Knockaert ('73 )
1-2 Gary Hooper ('90 )

Leikur Wolves og Norwich hefst klukkan 16:30.

Enska C-deildin:
Fleetwood gerði 1-1 jafntefli við Sheffield United. Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði á bekknum, en kom inn á þegar 77 mínútur voru búnar af leiknum. Fleetwood er um miðja deild með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner