Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 01. október 2016 12:22
Magnús Már Einarsson
Dagur Dan til Gent á reynslu
Þórhallur Dan og Dagur Dan árið 2006.  Dagur er núna byrjaður að spila með meistaraflokki Hauka.
Þórhallur Dan og Dagur Dan árið 2006. Dagur er núna byrjaður að spila með meistaraflokki Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Hauka, fer á morgun til belgíska liðsins Gent á reynslu.

Dagur verður á reynslu hjá liðinu í eina viku.

Í sumar spilaði Dagur sína fyrstu leiki með meistaraflokki Hauka en hann kom við sögu í sex leikjum í Inkasso-deildinni.

Dagur er fæddur árið 2000 en hann var því að ganga núna í haust upp í 2. flokk.

Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum leikmaður Fylkis, Fram og Hauka, er faðir Dags.

Þórhallur var aðstoðarþjálfari Hauka í ár og í fyrra en hann og Luka Kostic létu af störfum eftir mót.

Stefán Gíslason hefur nú tekið við þjálfun Hauka fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner