lau 01. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Fyrrum sóknarmaður Bolton berst fyrir lífi sínu
Klasnic í leik með Bolton fyrir nokkrum árum
Klasnic í leik með Bolton fyrir nokkrum árum
Mynd: Getty Images
Ivan Klasnic, fyrrum sóknarmaður Werder Bremen, Bolton og króatíska landsliðsins, berst nú fyrir lífi sínu. Hann hef­ur geng­ist und­ir tvær nýrn­aígræðslur þar sem hann hef­ur fengið nýru frá for­eldr­um sín­um, en í bæði skipt­in hef­ur lík­ami hans hafnað líf­fær­un­um.

Klasnic gekkst und­ir fyrri aðgerðina árið 2006, en líffæragjöf frá föður hans var hafnað af líkama Krótans. Móðir hans reyndi einnig að gefa honum nýra, en það tókst heldur ekki. Hann þarf nú að fara í þriðju aðgerðina og leit að nýjum líffæragjafa er hafin.

Klasnic á farsælan fótboltaferil að baki. Hann lék lengi vel í Þýskalandi og þá lék hann einnig með Bolton þar sem hann skoraði 20 mörk frá 2009 til 2012. Stuðningsmenn Bolton ætla að klappa í mínútu á 17. mínútu þegar liðið leikur gegn Oxford í dag, en Klasnic var vanur að spila í treyju númer 17 á ferli sínum.

Nú berst hann fyrir lífi sínu, en hann er á biðlista eftir líffæragjöf í Þýskalandi þar sem biðtíminn eftir nýju nýra er að meðaltali sjö ár.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner