Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mata: Samband mitt við Mourinho hefur aldrei verið slæmt
Mourinho gefur góð ráð
Mourinho gefur góð ráð
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Juan Mata segir að það hafi aldrei verið neitt vesen á milli sín og knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Mourinho seldi Mata frá Chelsea til United á 37,1 milljón punda árið 2014, en Spánverjinn átti þá ekki fast sæti í byrjunarliðinu hjá Mourinho.

Af þessum ástæðum vöknuðu margar spurningar um framtið Mata hjá Manchester United þegar Mourinho tók við í sumar, en Mourinho hefur sagt frá því að hann hafi engan áhuga á því selja Mata frá United.

„Samband mitt við Mourinho hefur aldrei verið slæmt," sagði Mata þegar hann var spurður. „Margar lygar voru sagðar um mig og Mourinho þegar hann kom til félagsins í sumar."

„Það pirraði mig að ég þurfti á hverjum degi að lesa og hlusta á sögusagnir sem voru ekki sannar. Ég er sáttur með hann."

Mata hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabils hjá United, en hann var frábær í 4-1 sigrinum á Leicester um síðustu helgi þar sem hann fékk að spila framarlega á miðjunni í stað Wayne Rooney. Hann verður í eldlínunni þegar Stoke kemur í heimsókn á Old Trafford á morgun.

Sjá einnig:
Mourinho segir Mata passa betur hjá Man Utd en Chelsea
Athugasemdir
banner
banner