Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. október 2016 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmfríður spilaði í þægilegum sigri Avaldsnes
Hólmfríður var líkt og venjulega í byrjunarliðinu hjá Avaldsnes
Hólmfríður var líkt og venjulega í byrjunarliðinu hjá Avaldsnes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Avaldsnes 3 - 0 Klepp
1-0 Hanna Dahl ('27 )
2-0 Maren Mjelde ('45 )
3-0 Elise Thorsnes ('52 )

Hólmfríður Magnúsdóttir var að venju í byrjunarliðinu hjá Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í dag þegar Jón Páll Pálmason kom með sínar stelpur í Klepp í heimsókn.

Avaldsnes er í toppbaráttu og það voru þær sem komust yfir eftir 27 mínútur þegar Hanna Dahl kom boltanum í netið. Það var svo Maren Mjelde sem tvöfaldað forystuna fyrir leikhlé, staðan í hálfleik 2-0 fyrir heimakonur í Avaldsnes.

Þriðja og síðasta markið í leiknum kom í upphafi seinni hálfleiks og þar var að verki Elise Thorsnes fyrir Avaldsnes og lokatölur þess vegna 3-0 fyrir Avaldsnes.

Hólmfríður spilaði allan leikinn, en Þórunn Helga Jónsdóttir þurfti að gera sér það að góðu að sitja á bekknum hjá Avaldsnes í dag.

Avaldsnes er núna með 46 stig í öðru sæti, en Klepp er í áttunda sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner