Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. október 2016 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fylkir fallið (Staðfest) - Stjarnan og KR í Evrópu
Það eru Fylkir og Þróttur R. sem falla niður í Inkasso-deildina
Það eru Fylkir og Þróttur R. sem falla niður í Inkasso-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Willum stýrði KR upp í Evrópusæti!
Willum stýrði KR upp í Evrópusæti!
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þetta er allt klappað og klárt! Það er núna ljóst að Fylkir er fallið úr Pepsi-deild karla eftir tap gegn KR í Vesturbænum, en þau úrslit þýða það einnig KR-ingar fara í Evrópu með Stjörnunni sem kláraði Víking Ó. á sínum heimavelli. Þetta gerðist í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fram fór í dag.

Aðalleikurinn var í Vesturbænum þar sem hlutskipti liðanna þar sem þar spiluðu voru mjög mismunandi. Heimamenn í KR unnu 3-0 sigur gegn Fylki og sendu gestina niður í Inkasso-deildina, en á meðan fara KR-ingar í Evrópu á næsta tímabili, þeir enda í þriðja sæti deildarinnar.

Þau lið sem fara með þeim í Evrópudeildina eru Valur og Stjarnan, en bæði þessi lið unnu sína leiki í dag. Sigurður Egilll Lárusson tryggði Valsmönnum sigur á Skagamönnum og Stjarnan lagði Víking Ó. með fjórum mörkum gegn einu þar sem Veigar Páll Gunnarsson setti tvö mörk fyrir Stjörnuna. Víkingur Ó. heldur sæti sínu þrátt fyrir skelfilega seinni umferð.

Tvö lið sem munu ekki spila í Evrópu á næsta tímabili eru Breiðablik og Fjölnir, en þessi lið mættust á Kópavogsvelli í dag. Þar voru ótrúlegar lokamínútur, en Fjölnismenn komu í veg fyrir það að Blikar munu spila í Evrópu á næsta tímabili þar sem Fjölnir vann 3-0 sigur. Öll mörkin komu á síðustu mínútum leiksins og það var mikil dramatík.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin úr leikjum dagsins og neðst má sjá stöðutöfluna, en hún gæti tekið smá tíma í það að uppfæra sig.

Breiðablik 0 - 3 Fjölnir
0-1 Hans Viktor Guðmundsson ('85 )
0-2 Ingimundur Níels Óskarsson ('87 )
0-3 Gunnleifur Gunnleifsson ('90, sjálfsmark )
Lestu nánar um leikinn

FH 1 - 1 ÍBV
0-1 Devon Már Griffin ('53 )
1-1 Steven Lennon ('83, víti )
Lestu nánar um leikinn

KR 3 - 0 Fylkir
1-0 Denis Fazlagic ('6 )
2-0 Morten Beck Andersen ('42 )
3-0 Óskar Örn Hauksson ('80)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 4 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson ('19 )
2-0 Veigar Páll Gunnarsson ('50 )
2-1 Hrvoje Tokic ('57, víti )
3-1 Arnar Már Björgvinsson ('62 )
4-1 Veigar Páll Gunnarsson ('70 )
Lestu nánar um leikinn

Valur 1 - 0 ÍA
1-0 Sigurður Egill Lárusson ('60 )
1-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('65, misnotað víti )
Lestu nánar um leikinn

Þróttur R. 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Arnþór Ingi Kristinsson ('22 )
1-1 Björgvin Stefánsson ('47 )
1-2 Ívar Örn Jónsson ('57 )
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner