Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 01. október 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Ronaldo er fyrirmyndin mín
Rashford hefur slegið í gegn hjá Manchester United
Rashford hefur slegið í gegn hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Hinn stórefnilegi Marcus Rashford er mikill aðdándi hins portúgalska Cristiano Ronaldo og vonast hann til þess að feta í fótspor hans hjá Manchester United.

Hinn 18 ára gamli Rashford sló í gegn hjá Manchester United á síðasta tímabili og hefur byrjað þetta tímabil vel. Hann hefur mikið verið að koma af bekknum hjá Jose Mourinho, en þegar hann hefur verið að koma inn á þá hefur hann verið að nota tækifærin vel.

Áður en hann braust fram á sjónarsviðið þá var Rashford mikill stuðningsmaður United og fylgdist með stjórstjörnum á borð við Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo úr stúkunni á Old Trafford. Rashford segist líta upp til Ronaldo og segir hann vera fyrirmynd fyrir sig.

„Á síðustu árum þá Ronaldo verið fyrirmyndin mín," sagði Rashford. „Hvar sem hann spilar þá mun hann hafa áhrif og andstæðingar hans munu óttast hann. Að vera stöðug ógn, það er eitthvað sem ég verð að þróa með mér."

„(Wayne) Rooney og Ronaldo voru ótrúlegir. Tímabilið 2007/08 þá mynduðu þeir ótrúlegt sóknarteymi, en þeir hafa verið stórir leikmenn sem ég hef litið upp til og horft á spila til þess að koma því inn í mína eigin frammistöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner