Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. október 2016 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Nýliðarnir stálu sigrinum gegn Granada
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
Granada CF 0 - 1 Leganes
0-1 Alexander Szymanowski ('76 )

Fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, var að ljúka nú fyrir stuttu. Þetta var annar leikurinn í sjöundu umferðinni, en það voru Granada og Leganes sem áttust við.

Fyrir leikinn var Leganes með sjö stig um miðja deild, en Granada var án sigurs í næstneðsta sæti deildarinnar. Því var það eiginlega nauðsynlegt fyrir Granada að taka öll þrjú stigin í dag.

Það tókst hins vegar ekki... Það hefur ekki verið neitt sérstaklega mikið skorað í spænsku úrvalsdeildinni hingað til á tímabilinu og í dag var aðeins eitt mark gert. Það gerði Argentínumaðurinn Alexander Szymanowski á 76. mínútu fyrir Leganes og þar við sat.

Lokaniðurstaðan í þessum leik, 1-0 fyrir gestina frá Leganes og þeir eru nú með tíu stig. Granada hefur ekki farið jafn vel af stað og eru með aðeins tvö stig þegar sjö leikjum er lokið.
Athugasemdir
banner
banner