lau 01. október 2016 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kári Árna fékk gult spjald í sigri Malmö
Kári búinn að jafna sig á smávægilegum nárameiðslum
Kári spilaði með Malmö í dag
Kári spilaði með Malmö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var mættur aftur inn í liðið hjá Malmö í dag eftir að hafa jafnað sig á smávægilegum meiðslum sem hafa verið hrjá hann. Kári spilaði allan leikinn er Malmö vann 4-2 í fjörugum leik gegn Häcken á útivelli.

Þetta eru góð tíðindi fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins þar sem nokkur óvissa myndaðist þegar Kári meiddist í leik með Malmö á dögunum. Hann var þó mættur í liðið hjá Malmö í dag og ætti að vera tilbúinn í leikina sem framundan eru hjá Íslandi, gegn Finnlandi og Tyrklandi á Laugardalsvelli.

Kári spilaði eins og áður segir allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 76. mínútu leiksins. Malmö lenti 2-1 undir, en náðu að snúa leiknum sér í vil og vinna 4-2. Þeir eru á toppi deildarinnar með 57 stig.

Þetta var ekki eini leikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag þar sem Kristinn Steindórsson og hans liðsfélagar í GIF Sundsvall náðu í þrjú góð stig gegn Jönköpings Södra. Kristinn var allan tímann á bekknum hjá Sundsvall.

Häcken 2 - 4 Malmö FF
0-1 Enoch Adu ('13 )
1-1 John Owoeri ('15 )
2-1 Alexander Farnerud ('19 )
2-2 Jo Inge Berget ('34 )
2-3 Alexander Jeremejeff ('61 )
2-4 Tobias Sana ('83 )

GIF Sundsvall 3 - 1 Jönköpings Södra
1-0 Peter Wilson ('21 )
2-0 Peter Wilson ('50 )
2-1 Pawel Cibicki ('52 )
3-1 Peter Wilson ('53 )
Athugasemdir
banner
banner
banner