Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2016 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Sif Atladóttir með mark í tapi Kristianstad
Sif Atladóttir var á skotskónum hjá Kristianstad
Sif Atladóttir var á skotskónum hjá Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Göteborg 3 - 1 Kristianstad
1-0 Adelina Engman ('13 )
1-1 Sif Atladóttir ('68 )
2-1 Annahita Zamanian ('85 )
3-1 Adelina Engman ('90 )

Landsliðskonan Sif Atladóttir var á skotskónum er lið hennar Kristianstad mætti Göteborg í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag.

Heimakonurnar í Göteborg komust yfir þegar 13 mínútur voru búnar og staðan var 1-0 í leikhlé. Um miðjan seinni hálfleikinn náði Kristianstad að jafna og þar var að verki Sif Atladóttir með sitt fyrsta mark á tímabilinu. Hún fékk síðan nokkrum mínútum síðar að líta gula spjaldið.

Þetta mark reyndist ekki nóg fyrir Íslendingalið Kristianstad þar sem Göteborg svaraði með tveimur mörkum og lokatölur þess vegna 3-1 á Valhalla IP í Göteborg.

Kristiandstad, sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, er í mikilli fallbaráttu, en eftir 18 leiki er liðið með 12 stig í tíunda sæti. Liðið er tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner