Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 01. október 2016 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sara tyllti sér á toppinn með Wolfsburg
Sara er á toppnum í Þýskalandi
Sara er á toppnum í Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolfsburg 2 - 0 Duisburg
1-0 Zsanett Jakabfi ('30 )
2-0 Alexandra Popp ('89 )

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskona í fótbolta, var í byrj­un­arliði Wolfs­burg sem lagði Duis­burg að velli með tveim­ur mörk­um gegn engu í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi í dag.

Fyrsta mark Wolfsburg kom eftir hálftíma þegar Zsanett Jakabfi setti boltann í netið og undir lokin bætti Alexandra Popp við öðru marki.

Sara gekk til liðs við Wolfsburg í sumar, en þetta var fjórði leikurinn sem hún spilar fyrir félagið, þriðji þar sem hún er í byrjunarliðinu.

Wolfs­burg hef­ur tíu stig eft­ir fjór­ar um­ferðir og trón­ir á toppi deild­ar­inn­ar. Tur­bine Pots­dam er stigi á eft­ir Wolfs­burg í öðru sæti deild­ar­inn­ar, en þær eiga þó leik til góða og get­a end­ur­heimt topp­sætið með sigri í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner