Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. október 2017 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard: Hræðilegt að spila gegn Fellaini
Fellaini setti tvö mörk í gær.
Fellaini setti tvö mörk í gær.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir að það sé hræðilegt að spila á móti Marouane Fellaini, miðjumanni Manchester United.

Fellaini hefur verið að fylla skarð Paul Pogba á miðju Manchester United og hefur verið að gera það fantavel.

Hann skoraði meðal annars tvö mörk í gær þegar Man Utd burstaði lánlaust lið Crystal Palace 4-0.

Gerrard spilaði nokkrum sinnum gegn Fellaini á ferli sínum og hann segir að það hafi einfaldlega verið hræðilegt.

„Það er hræðilegt að spila á móti honum," sagði Gerrard um Fellaini á BT Sport í gær. „Það er erfitt að eiga við hann, líka þegar hann var hjá Everton þegar hann var framar á vellinum."

„Hann var vanur að koma til baka, flikka boltanum áfram, og halda boltanum. Þess vegna elskar stjórinn hann."

„Mourinho hefur verið sniðugur að halda honum sem plani B vegna þess að þú þarft stundum að vinna með ljótum fótbolta, þú þarft stundum að hafa plan B. Hann er plan B hjá Man Utd."
Athugasemdir
banner
banner